How my cards and envelopes came about

posted in: My cards | 1
Card 215 Dryas octopetala - Holtasóley, National Flower of Iceland

I want to tell you how my cards and envelopes came about.

A very dear friend of mine was diagnosed with cancer. This was back in 2003. I wanted to encourage her so I thought of making a card for her. It took me a while to make it look the way I wanted it. The card had a picture and a text on the front. To my surprise she liked the card and suggested I make some to sell. That hadn’t crossed my mind before.

I got some more card materials and started selling them. I later changed the shape of the cards and redesigned the whole thing, back and front. The first cards had text and a picture but that turned out to be too much choice for the customer. It caused delays at the counter. Finally I decided I liked the plant pictures best and the Icelandic flora became my favourite. I have taken the pictures myself, apart from the baby shower cards 197-199, which my brother Magnus took.

I had for a long time liked illustrations and calligraphy. I had bought my first camera when I was a teenager. During college summer breaks I had worked four years in a row, in a shop that sold cameras and all sorts of photography equipment. I just loved taking pictures of beautiful things.

Later, on 22nd May 2006, I had run out of envelopes and phoned every envelope import company I could find in the country. I wanted cream coloured envelopes. Finally I found one company that claimed they had some. I took off in my car and arrived at their door, only to find that the envelopes were bright yellow!

I was annoyed, actually fuming, and felt that I’d been tricked. I got home, still fuming. But as I went through the door, I thought I had better turn this energy into something positive, something creative. So I sat down, prayed to God, and immediately an idea popped into my mind. An hour later I had the frame for the envelope and had started on the colour scheme. I made several colour patterns but ended up using only a few. At first I hand-cut every envelope, I made four envelopes per hour. I did this because I wanted to see if people liked them. As it happens, they did and I have had them printed since March 2008. But they still need to be hand-glued.

The card and envelope belong together. They are designed to complete each other and made to delight the recipient.

---

Mig langaði að segja þér, lesandi kær, hvernig kortin mín og umslög urðu til.

Kær vinkona mín greindist með krabbamein árið 2003. Mig langaði að uppörva hana svo ég tók til að útbúa kort handa henni. Það tók mig góðan tíma að fá það útlit sem ég var þokkalega ánægð með. Ég var með mynd í grunninn og uppörvandi texta fyrir framan. Ég var samt ekki alveg ánægð með útkomna en mér til undrunar fannst henni kortið fallegt og stakk upp á því að ég gerði fleiri og biði til sölu. Það hafði mér alls ekki hugkvæmst.

Ég keypti meira kortaefni og fann nokkra staði sem vildu selja þau. Síðar breytti ég stærð kortanna og hannaði bæði bak- og framhlið. Fyrstu kortin höfðu bæði mynd og texta en það reyndist of mikið úrval fyrir kúnnann í búðinni. Sumir lágu í símanum við afgreiðsluna, hringdu í Jónu eða Gunnu frænku til að lýsa bæði mynd og texta og spurðu ráða, en þetta hægði töluvert á afgreiðslunni við kassann. Niðurstaðan varð sú að textinn varð að fjúka en myndirnar af íslensku plöntunum urðu fyrir valinu.

Myndirnar tek ég sjálf, fyrir utan tásukortin nr. 197-199, Magnús bróðir minn tók þær myndir. Á menntaskólaárunum vann ég á sumrin í myndavélarverslun. Þar keypti ég mína fyrstu myndavél og notaði í fleiri ár. Og þar byrjaði myndadellan, að ná myndum af öllu sem mér fannst fallegt.

Síðar, eða 22. maí 2006 var ég í leit að umslögum og hringdi í allar heildsölur í landinu. Enginn virtist eiga kremuðu umslögin sem ég var að leita að. En svo fann ég eina heildsölu sem sagðist eiga þetta. Ég rauk af stað til að ná í þetta en þegar á staðinn var komið, reyndust þetta vera skær gul umslög. Pirringur læddist að og þegar ég var komin heim, var farið að rjúka úr mér. Ég hafði sko verið plötuð í þennan bíltúr. En þegar ég kom inn úr dyrunum heima, ákvað ég að nota þessa orku í eitthvað jákvætt, og búa sjálf til umslag. Svo ég settist niður, bað Guð um hugmynd og samstundis fæddist hugmynd í kollinum á mér. Klukkustund síðar hafði ég gert rammann að umslaginu og var byrjuð á litunum. Ég gerði í fyrstu nokkrar litasamsetningar en hef síðustu árin notað 4-5 útfærslur. Til að byrja með handklippti ég umslagið, það tók 1 klst að gera fjögur umslög. Einhvern veginn varð ég að prófa markaðinn. En fólki líkaði umslögin og síðan 2008 hef ég látið prenta þau. En handavinna eru þau enn, því það þarf að líma þau saman.

Kort og umslag heyra saman. Þau mynda heild og eru gerð með það í huga að gleðja þann sem fær það að gjöf.

  1. Mr WordPress

    Hi, this is a comment.
    To delete a comment, just log in and view the post's comments. There you will have the option to edit or delete them.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *